fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Tveir Morrisynir

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. júlí 2011 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fjörutíu ár liðin frá dauða Jims Morrison. Hann dó í París og var jarðsettur í kirkjugarði þar. Ég hef komið að leiðinu hans. Það er óskiljanlegt að þessi ungi Bandaríkjamaður skyldi vera grafinn með mönnum eins og Balzac, Chopin og Yves Montand í Pére Lachaise kirkjugarðinum.

Ég droppaði út úr skóla við undirleik The Doors og Megasar. Hvort tveggja er tónlist með sterkum níhílískum áhrifum.

Vinur minn einn sem var líka undir þessum áhrifum á sínum tíma bannaði dóttur sinni að hlusta á The Doors þegar hún var orðin unglingur – eða hann hugleiddi allavega að gera það.

Síðar varð ég félagi í öðru Morrison félagi. Ég var reyndar einn í því. Það var Van Morrison félagið. Þegar ég vitkaðist aðeins – vonandi – fann ég að Van höfðaði sterkar til mín en Jim. Það eru fleiri strengir í hörpu hans.

En því verður ekki neitað að Jim brann út með slíkum glæsibrag að gneistaflugið sést ennþá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði