fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Þrjár konur gegn Sarkozy

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. júní 2011 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Joly færðist í gær skrefi nær því að verða frambjóðandi í forsetakosningunum frönsku.

Þá voru greidd atkvæði milli þeirra sem sækjast eftir útnefningu hjá flokki græningja.

Eva Joly hlaut næstum hreinan meirihluta í fyrri umferð. Hún hlaut 48,7 prósent atkvæða, en sjónvarpsstjarnan Nicholas Hulot hlaut 40,2 prósent. Kosið verður á milli þeirra 12. júlí.

Forsetakosningarnar eru ekki fyrr en á næsta ári. En þær eru í nokkru uppnámi vegna handtöku Dominique Strauss Kahn, sem þótti einna líklegastur til að skáka Sarkozy forseta.

Vænlegasti frambjóðandi Sósíalistaflokksins nú er Martine Aubry, sem er dóttir sjálfs Jacques Delors, fyrrum framkvæmdastjóra ESB. Spurning er þó hvernig hún nær að höfða til kjósenda.

Önnur kona gæti sett strik í reikninginn, en það er Marine Le Pen, dóttir hins ofstopafulla þjóðernissinna Jean Marie Le Pen. Marina þykir býsna klókur stjórnmálamaður og hefur mildað nokkuð málflutning föður síns.

Það er því möguleiki að þrjár konur gætu verið í kjöri gegn Sarkozy í kosningunum á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði