Eva Joly varaði við því á sínum tíma að dómarar skildu ekki efnahagsglæpi.
Þeir væru vanari að fást við smáþjófa. Þeim þætti líka erfitt að dæma menn sem þeir litu á sem eins konar jafningja sína.
Þess vegna þyrfti málatilbúnaðurinn að vera þannig að einfaldasti dómari skildi hann.
Dómurinn í Exetermálinu vekur furðu margra. Málið á án efa eftir að koma til kasta Hæstarétts.
En það er merkilegt að það skuli vera Arngrímur Ísberg – dómarinn sem gat sér nokkuð sérkennilegt orð í Baugsmálunum – sem sýknar í þessu máli.