Það að auglýsingar frá hvalavinum hafi verið teknar niður á Keflavíkurflugvelli er ekki bara grín.
Nei, þetta er atlaga að tjáningarfrelsinu. Framganga stjórnenda flugvallarins í þessu máli er til háborinnar skammar.
Auglýsingarnar sem ganga út á að fólk skuli skoða hvali en ekki éta þá eru ljómandi kurteislegar – brjóta ekki gegn neinu velsæmi. Það skiptir engu máli hvort maður er sammála boðskap þeirra eða ekki, hann á fullan rétt á sér.
Það er sjálfsögð krafa að þessar auglýsingar verði settar upp aftur.