Það er rétt hjá Grími Atlasyni að það er heimskulegt hjá dönsku ríkisstjórninni að ætla að loka landamærum ríkisins til að þóknast hægriöfgafólkinu í Dansk Folkeparti.
Staðreyndin er sú að Danmörk nýtur fólksflutninganna. Þeir hafa hins vegar lagst á sinnið á sumum Dönum sem þola ekki að sjá fólk með dökkan hörundslit snæða smurbrauð eða skemmta sér á Dyrehavsbakken.
Sérstaklega hefur Eyrarsundssvæðið blómstrað eftir að brúin yfir til Svíþjóðar var reist. Þetta hefur verið raunin beggja vegna sundsins. Þarna er er eitthvert mesta framfarasvæði í heiminum hvað varðar tækni og þjónustu – það má geta þess að í Kaupmannahöfn eru nú taldir vera nokkrir af bestu veitingastöðum í heimi. Málmey, sem þótti áður sérlega daufur staður, hefur breyst í borg með iðandi mannlífi.