fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Það tekst ekki að temja skrímslið

Egill Helgason
Laugardaginn 25. júní 2011 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrunið 2008 var tækifæri til að reyna að hnekkja fjármálakerfinu sem hefur tekið völdin í heiminum. Það var ekki gert. Hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum – og ekki heldur á Íslandi.

Fjármálastofnanir eru aftur farnar að mala gull og háttsettir starfsmenn þar fá sín ofurlaun.

En þetta kemur almenningi lítt til góða. Sá litli efnahagsbati sem hefur orðið er aðallega í bönkum og stórfyrirtækjum – sem eru orðin æðri ríkisstjórnum heimsins.

Ríkisvaldið getur ekki, kann ekki, vill ekki eða þorir ekki að taka á þessu af ótta við að fjármálakerfið hrynji. Og líka vegna þess að margir stjórnmálamenn eru í raun útsendarar og útverðir kerfisins.

En aðalástæðan er sú að menn hafa ekki þor og hugmyndaflug til að fara aðrar leiðir.

Í Bandaríkjunum fyllir Obama ríkisstjórn sína af mönnum sem eru komnir af Wall Street, í Evrópu hafa þó verið uppi kenningar um að reyna að halda aftur af þessu skrímsli – en þær ganga því miður ekki nógu langt.

Fólk skilur heldur ekki alveg eðli fjármagnsins. Í Bandaríkjunum hefur verið smávægilegur efnahagsbati, en hann þýðir ekki fleiri störf. Stórfyrirtæki þar eru að græða miklar fjárhæðir, en samt verða ekki til fleiri störf. Í staðinn beina stórfyrirtækin fjármagninu til Brasilíu, Indlands og Kína þar sem vinnuaflið er ódýrara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“