fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Aðildarviðræður hefjast á upplausnartíma í ESB

Egill Helgason
Föstudaginn 24. júní 2011 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru að hefjast.

Þetta gerist á skrítnum tíma, þegar er líkt og nokkrar meginstoðir sambandins séu að gefa eftir.

Schengensamningurinn um frjálsa för milli landa er í uppnámi vegna vaxandi andúðar á innflytjendum.

Evran sem átti að verða kórónan á samrunaferlinu í Evrópu er í kreppu. Aðalástæðan er sú að inn í evrusamstarfið var á sínum tíma hleypt þjóðum sem áttu alls ekki heima þar. Evran skapaði falskt góðæri, en svo hrundi allt.

Það er reyndar þversögn að á meðan útjaðrar Evrópu í suðri og vestri eru í kreppu, þá er betri gangur í efnahagslífinu víðast í Norður-Evrópu en í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Svo er líka talað um að Evrópusambandið sé í tilvistarkreppu. Sumir halda því fram að það muni liðast í sundur. Það er líklega ofmælt. En það gæti tekið talsverðum breytingum – evran útheimtir í raun samræmdari fjármálastjórn í ríkjum sambandsins, en í raun stefnir í aðra átt – ríkin eru að fjarlægjast hvort annað. Kannski færðist Evrópusambandið of mikið í fang með hinni sameiginlegu mynt og mikilli fjölgun aðildarríkja – og kannski var ekki heldur almennilegur lýðræðislegur vilji meðal þjóðanna fyrir þessu?

Það má svo deila um hvort þetta sé góð eða vond þróun – en framhjá henni verður ekki litið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“