Þær eru merkilegar aðgerðirnar sem gripið er til í því skyni að bjarga Orkuveitu Reykjavíkur.
Og þær lýsa nokkru pólitísku hugrekki.
Það á að selja minnisvarða spillingarinnar, hús OR við Bæjarháls.
Og svo annan minnisvarða, Perluna. Um hana var eitt sinn sagt að hún væri gjöf Orkuveitunnar til Reykvíkinga. Hvernig sem það gat svo passað.
Það er svo spurning hvort einhver kaupandi finnst að þessum eignum. Maður sér varla fyrir sér rosalega eftirspurn.