Fjöruhúsið á Hellnum er sérlega indæll staður. Húsið stendur á einstökum stað, nánast ofan í fuglabjargi – maður skynjar náttúruöflin í kring – og hvað húsið á vel heima í þessu umhverfi.
Ég hef komið þarna í gegnum tíðina – síðast nú snemmsumars. Það væri sannarlega miður ef húsið hyrfi eða veitingastaðurinn. Það var líka Fjöruhúsið sem á sínum tíma var einna fyrst veitingastaða úti á landi til að brjótast úr hinum hefðbundna farvegi vegasjoppanna.
Um Fjöruhúsið og veitingarnar þar hefur meira að segja verið sungið í vinsælu dægurlagi, það gerði hljómsveitin Melchior á plötu sem kom út í hittifyrra.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=bOK6Q24SNOg]