Hér á landi er hugsjónin um jafnrétti og jafnræði mjög ríkjandi. Þetta er arfleifð stjórnmálabaráttunnar sem hefur átt sér stað í heimshluta okkar, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. Í Frakklandi eru orðin Frelsi, jafnrétti og bræðralag letruð á allar stjórnarskrifstofur.
Þetta er ekki raunin meðal hinna stóru og nýríku þjóða í Asíu sem sagt er að muni stjórna efnahag heimsins í framtíðinni. Þar er inngróið ójafnrétti sem fer ekkert minnkandi, himinhrópandi gap milli þeirra sem eru réttbornir og þeirra sem lifa á botninum, milli stétta, milli fátækra og ríkra. Sennilega er enginn raunverulegur vilji til að breyta þessu.
Diplómati sem ég talaði við sagði mér að það væri með óllíkindum hversu erindrekar frá Kína (og Indlandi) væru hrokafullir þegar þeir koma til Vesturlanda. Sérstaklega beinist þetta gegn þeim sem minna mega sín, bílstjórum og töskuberum.
Þeim finnst furðulegt að sá háttsetta menn sýna hinum lægra settu tillitssemi; það er talið merki um veikleika.