Það er langt síðan ég hætti að treysta mér til að fljúga með Iceland Express.
Það er ekki hægt að skipta við flugfélag sem ber enga virðingu fyrir farþegum sínum. Er hérumbil aldrei á réttum tíma – aðstoðar þá lítt eða ekki þegar flugvélum seinkar og lætur tæplega vita.
Fyrir þá sem þurfa að ná tengiflugi eða mæta á fundi á ákveðnum tíma er ómögulegt að fljúga með Iceland Express.
Nú virðist reksturinn vera orðinn að hreinum skrípaleik. Vélar flugfélagsins eru hérumbil alltaf of seinar. Og ástandið er slíkt að þjónustufyrirtæki vilja ekki selja flugfélaginu mat í vélarnar.
Þetta er sorglegt – því samkeppni í flugsamgöngum er nauðsynleg.