Sigursteinn Gíslason er einhver sigursælasti og skemmtilegasti íþróttamaður á Íslandi. Hann hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta oftar en aðrir leikmenn, með ÍA og KR. Sigursteinn á nú í höggi við krabbamein í lungum og nýrum og því ætla félagar hans úr fótboltanum að efna til styrktarleiks fyrir hann upp á Skaga á laugardaginn. Mér skilst að þarna taki meðal annarra þátt Eiður Smári Guðjohnsen – hann ætlar að spila með KR – og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Guðjón Þórðarson stýrir Skagamönnum, en Willum Þór Þórsson stjórnar KR liðinu.
Áhangendum beggja þessara fornfrægu liða þykir vænt um Steina – og áhangendur og leikmenn annarra liða bera virðingu fyrir honum.