Kirkjan hefur staðið í sirka 100 kynslóðir. Þetta er semsagt gömul stofnun og hefur reynst býsna traust.
Hún hefur hins vegar ekki verið sérstaklega mikið í því að klára málin. Á fyrstu öldunum eftir Krists burð biðu menn í óþreyju eftir endurkomu hans og heimsslitum. Þannig átti að kára málin.
Nú eru þeir fáir sem það gera – og þá er gjarnan hæðst að þeim í fjölmiðlum. Hin lúterska kirkja er eiginlega hætt að tala um dómsdag og allan þann pakka.
En biskupi Íslands finnst hann ekki geta hlaupið frá „ókláruðu verki“.
Það má semsagt búast við því að hann sitji lengi enn.