Kirkjan getur vísað til þess að hún er ævagömul og stór og að hún hefur haft misjafna páfa, biskupa og préláta án þess að hún hafi liðið undir lok.
Þannig að í sjálfu sér mun kirkjan ekki farast þótt biskupinn sitji áfram.
En það verður henni varla til framdráttar heldur og líklega mun flóttinn úr þjóðkirkjunni halda áfram.
Og sennilega verður líka meiri hljómgrunnur fyrir því að skilja milli ríkis og kirkju – það væri í raun ágæt niðurstaða ef um þetta yrði kosið með öðrum breytingum á stjórnarskrá sem til álita koma.