fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Varnarmálaráðherra Bandaríkjana skammar Evrópu fyrir áhugaleysi á hernaði

Egill Helgason
Laugardaginn 11. júní 2011 01:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn eyða og spenna í hermál, en Evrópuríki eru treg við að verja peningum með þessum hætti.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heldur ræðu þar sem hann skammar Evrópubúa fyrir áhugaleysið á hernaðarbrölti.

Hann segir að framtíð Nató sé dökk nema Evrópa leggi meira til þessara mála. Bandalagið muni skiptast í tvennt milli þeirra sem séu til í að heyja stríð og þeirra sem hafi áhuga á að tala og sjá um friðargæslu.

Staðreyndin er sú að það veit enginn lengur til hvers Nató er. Bandalagið stendur í stríðsrekstri í Afganistan og Lýbíu. Evrópusambandið hneigist til að nota diplómatískar leiðir, Bandaríkin eru á valdi þess sem Eisenhower kallaði the military-industrial complex. Samfélagið þar er gegnsýrt af hernaðarhugsun, kerfið gengur út á meira og minna stöðugan stríðsrekstur. Evrópa dregst stundum með, en oftast af litlum áhuga.

Þess vegna er tillaga VG um að Íslendingar gangi úr Nató tímabær, þótt margir kunni að vera ósammála. Það er full ástæða til að íhuga hvaða erindi Ísland eigi í þessum félagsskap, annað er í raun ekki lýðræðislegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“