Hér er skemmtilegt skjal – yfirlýsing frá Gjaldheimtunni í Reykjavík þar sem er samþykkt að kona ein kaupi farseðil til útlanda. Þetta er frá árinu 1966 og leyfið fellur úr gildi ef brottfarardagur dregst um viku. Leyfið hefur ekki verið notað, neðst stendur að “Farseðlaskrifstofan” skuli halda eftir þessari yfirlýsingu.
Má segja að þetta sé einstök gersemi – og hefur merkilegt nokk ákveðna hliðstæðu í samtíma okkar.