fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Í þá gömlu góðu daga…

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. júní 2011 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manni þótti Hótel Loftleiðir býsna flottur staður þegar maður var strákur.

Þar var meira að segja sundlaug innandyra og gufubað – maður heyrði sögur af fólki sem hafði komið þangað.

Það var fólk sem kunni að lifa lífinu.

Í Víkingasalnum var framreitt kalt borð  – ég er enn að bíða eftir að komast aftur í kalt borð eins og var á þeim tíma.

Og á barnum vissi maður að voru flottir karlar í jakkafötum og konur með túberað hár – allir með longdrinks í hendi.

Nú á að breyta nafni hótelsins – það á að heita Hotel Natura. Það er dálítið annað en í gamla daga, tímarnir hafa breyst. Stíllinn sem er lýst hér að ofan er horfinn.

Í tilefni af þessu birtist opnuauglýsing í Fréttablaðinu með mynd úr anddyri Loftleiðahótelsins, sem er líklega tekin skömmu eftir opnun þess.

Það verður ekki betur séð en að konan sem situr á tali við karlmann fyrir miðri mynd sé Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi flugfreyja.

2e97f_hotel-loftleidir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt