Menn eru að velta fyrir sér minnkandi umferð um þjóðvegi landsins – flestir kenna bensínverðinu um.
En það er fleira sem spilar inn í.
Bílafloti landsmanna er ekki jafn glænýr og fínn og fyrir nokkrum árum. Hann er farinn að eldast allverulega – mér er tjá að það sé mikið að gera á bílaverkstæðum landsins. Bílar sem áður fóru beint á haugana eru settir í viðgerð.
Það er dýrt að ferðast um landið. Gisting er dýr, matur er óhemju dýr. Í raun þarf ekki að vera mikið dýrara fyrir fjölskyldu að kaupa sólarlandaferð. Á mörgum stöðum finnst manni eins og verðlagið sé miðað við erlenda ferðamenn sem borga í gjaldeyri fremur en Íslendinga með sínar væsælu krónur. Kaupmátturinn hefur minnkað verulega.
Og kannski er nýjabrumið lika farið af tjaldvögnunum og hjólhýsunum sem voru keypt í góðærinu?