Ég hef áður vikið að því hversu fréttaflutningur frá þeim sem berjast gegn breytingum á kvótakerfinu á greiðan aðgang í fréttirnar. Ályktanir og yfirlýsingar frá þeim eru teknar upp. Sumpart er þetta vegna leti fjölmiðlanna, en líka vegna þess að það er hefð fyrir því að þeir sem hafa einhverja stöðu í samfélaginu – eru til dæmis stjórnarmenn í einhvers konar samtökum – geti notað fjölmiðla sem gjallarhorn. Nú eru yfirlýsingarnar því líkastar að fiskurinn hverfi af miðunum ef kerfinu verður breytt.
Þetta er allavega umhugsunarefni – til dæmis í sambandi við fullyrðingar sem komu fram í morgun um skerðingu aflaheimilda til Vestfirðinga. Annað sjónarmið kemur fram í þessum pistli Níelsar A. Ársælssonar og í þessum pistli Kristins Péturssonar en þeir hafa hins vegar ekki þennan aðgang að fjölmiðlum.