fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Þingið þarf skapandi hugsun

Egill Helgason
Sunnudaginn 5. júní 2011 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð sérstæð umræða hófst hér á vefnum eftir að ég skrifaði pistilinn um útslitna þingmenn. Viðbrögðin eru flest á þá leið að þingmenn geti bara verið í vinnunni sinni, þeir séu ekki of góðir til að sitja á sumarþingum – það sé fráleitt að þeir fái einhver sérstök sumarfrí.

Nú vill svo til að þingmennska á að vera skapandi vinna, hún fjallar um hugmyndir – og á að byggja á gagnrýnni hugsun. Þetta krefst einbeitingar og tíma til að velta fyrir sér hlutunum, ekki bara því sem gerist innan þingsala, heldur líka því sem gerist á landinu, jú og líka úti í heimi.

Einn gallinn á þingmönnum hér er til dæmis hvað þeir eru miklir heimalningar. Menn virðast ekki hafa hugmynd um að aðrar þjóðir eru að fást við mjög svipuð vandamál og við.

Menn virðast halda að þingmenn séu einungis að störfum þegar þeir sitja á fundum. En það er auðvitað ótalmargt annað sem felst í þingmannsstarfinu. Þetta er ekki stimpilklukkudjobb. Í raun ættu þingmenn að hafa tíma til að lesa bækur, sækja fyrirlestra og námskeið, kynna sér nýjar hugmyndir og stöðuna í heimsmálum.

Við erum ekkert bættari með langt og strangt þinghald þar sem allir eru sífellt að fara með sömu tuggurnar – þvert á móti, við þurfum þingmenn sem geta hugsað heila hugsun.

Í raunni er þörf á einhvers konar þjóðarsátt. Að þingmenn dragi andann djúpt og heiti því að verða heiðarlegri og málefnalegri. Og að þjóðin hætti á móti að umgangast þingið af slíkri fyrirlitningu. Því, þrátt fyrir allt, situr á þingi fólkið sem þjóðin kaus – og það er ekkert víst að það verði eitthvað betra þótt kosið yrði aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi