Jón Einarsson er höfundur þessa bréfs:
— — —
Í framhaldi af umræðu í Silfrinu:
Varðandi að útgerðamenn þurfi að fá kaup sín á kvótum bætt er alveg fráleitt. Af hverju? Þeir hafa keypt þetta dýrum dómi og jafnvel nýlega og fyrir allt að kr 4000/kg?
Það er enginn munur á að kaupa hlutbréf eða kaupa sér kvóta, vitandi að með kvótann þá sé hægt að breyta kerfinu á einni nóttu kjósi stjórnvöld svo. Rétturinn til að veiða óveiddan fisk er bara afleiða á markaði. Mér finnst alveg fráleitt að ég fái bætt tap á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækum við hrun, en það er þó í reynd minna fráleitt en að bæta mönnum kvótakaup. Ég vissi ekki að eftirlitsstofnanir væru liðónýtar og vissi að þó við værum með skoffín sem seðlabankastjóra, þá bjóst ég við að sennilega væru einhverjir í vinnunni sem gætu passað hann. Það er ekkert óvænt sem er að henda útvegsmenn, aðeins það sem er búið að liggja í loftinu í 1-2 áratugi. Að þeir hafi keypt kvótann á 4000kr/kg varðar mig bara ekkert um, ekki frekar en þá á hvaða verði ég fjárfesti í Kaupþingi. Ég veit að sumir útgerðarmennirnir bjuggu til hringekju skulda, þ.e. láta skyld félög kaupa kvóta á uppsprengdu verði til að mynda verð og verðhæfi.
Í raun er mjög hóflega gengið gagnvart útgerðarmönnum, auðlindagjald er aðeins 10% af því sem þeir sjálfir innheimta við leigu og aðeins um helmingur af aukningu í veiðum verður sett á markað. Öðru halda þeir að mestu. Þetta er eins og að eiga fjögurra herbergja íbúð og leigja hana út á minna en 15þús (kvótaleiga er c.a. 10% af verðmæti sem er c.a. 2800), en eigandinn þarf að borga allt af íbúðinni, viðhald, fasteignagjöld o.s.frv. (Hafrannsóknarstofnun, Landhelgisgæsla, Fiskistofa o.s.frv.)
Kv.
Jón Einarsson
viðskiptafræðingur