fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Öskutepptur Houellebecq

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. maí 2011 22:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætlaði að taka viðtal við franska rithöfundinn Michel Houellebecq í fyrramálið. Hann er gestur á Listahátíð. En Houellebecq er fastur í Frakklandi vegna eldgossins.

Það er samt ekki útséð með að hann komist ekki – það má vera að flug hefjist aftur síðdegis á morgun. Eða það stendur á vef Icelandair.

Houellebecq hefur skrifað tvær bækur sem hafa komið út á íslensku í þýðingu Friðriks Rafnssonar, Öreindirnar og áform.

Ég hef verið að lesa nýjustu bók hans sem nefnist Kortið og svæðið, en hún fékk hin virtu Goncourt bókmenntaverðlaun.

Houellebecq er ótrúlega hugkvæmur höfundur. Í bókinni fer hann í skrítna hlutverkaleiki – hann er sjálfur persóna í bókinni og lýsingarnar hans á sjálfum sér eru ekki uppörvandi. Hann býr í hálftómu húsi á Írlandi, dröslast um drukkinn og þunglyndur.

En kannski er hann bara að leika sér að þeirri mynd sem hefur verið gefin af honum í fjölmiðlum?

Houellebecq hefur verið býsna duglegur að hneyksla, það eru ekki síst vinstri sinnaðir menntamenn sem hafa haft horn í síðu hans. Hann er ekki hræddur við að takast á við viðfangsefni úr samtímanum, það mætti jafnvel segja að aðalumfjöllunarefni hans sé hnignun vestrænnar menningar. Hann er umdeildur, en hann er afburðahöfundur, einn sá fremsti sem nú er á lífi, og alltaf áhugaverður.

200px-2008.06.09._Michel_Houellebecq_Fot_Mariusz_Kubik_03

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga