fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Heimsendir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. maí 2011 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef komið tvisvar til Bandaríkjanna síðasta hálfa árið og í bæði skiptin sá ég fólk sem gekk um með spjöld þar sem varað var við yfirvofandi heimsendi – 21. maí.

Maður veltir fyrir sér hvað þetta fólk, sem sjálfsagt er búið að undirbúa sig vel, gerir þegar heimsendirinn kemur ekki.

Flestir gera grín að þessu. En staðreyndin er samt sú að kristin trú boðar heimsendi. Það rennur upp tími dómsins – þegar Kristur kemur af himnum og dæmir lifendur og dauða.

Á fyrstu öldum kristindómsins biðu menn eftir heimsendi. Þeir töldu að hann gæti ekki verið langt undan. Svo lét hann bíða eftir sér – og trúin þurfti að fara að taka tillit til þess. Margir voru svekktir yfir þessu, hugmyndin var sú að þessi heimur væri lítils virði miðað við það sem beið fyrir handan.

Nú eru prestar yfirleitt hættir að boða heimsendi enda eru þeir upp til hópa jafn mengaðir af vísindahyggju og við flest – þeir eru reyndar líka hættir að tala um helvíti og fleira sem þótti sjálfsagður partur af kristindóminum í eina tíð.

MemlingJudgementOpenDómsdagur hefur verið vinsælt myndefni í kristinni trú. Þessi mynd er eftir Hans Memling, flæmskan málara sem var uppi 1430 til 1494.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp