Heimspekingurinn Bernard Henri-Lévy, kemur Dominique Strauss-Kahn til varnar í grein sem birtist í gær. Henri-Lévy er einn frægasti menningarviti Frakklands, ekki síður frægur fyrir hvítar skyrtur sem hann klæðist en fyrir að hafa skoðanir á flestum málum.
Henri-Lévy segir í greininni, sem er endursögð í Guardian, að Strauss-Kahn sé ekki skrímsli. Hann tekur fram að ásakanirnar á hendur honum hafi ekki verið sannaðar og meðferðin sem hann sæti sé fyrir neðan allar hellur. Strauss-Kahn hafi beinlínis verið kastað fyrir hundana. Guardian þýðir bút úr greininni það sem segir um Strauss-Kahn að hann:
„…bears no resemblance to this monster, this caveman, this insatiable and malevolent beast now being described nearly everywhere. Charming, seductive, yes, certainly; a friend to women and, first of all, to his own woman, naturally, but this brutal and violent individual, this wild animal, this primate, obviously no, it’s absurd.“
Bernard Henri-Lévy – í Frakklandi þekkja menn hann einfaldlega sem BHL. Hvítu skyrturnar hans eru mjög hreinar.