Eitt sinn hafði Ísland þá sérstöðu að hér var samfélag að mestu án glæpa. Við töluðum um það við útlendinga hvað hér væri fjarskalega öruggt umhverfi.
Þetta er liðin tíð.
Fréttir af hroðalegum glæpum eru næstum daglegt brauð á Íslandi. Og nú hefur maður tvisvar á stuttum tíma frétt af börnum sem hafa stungið sig á sprautunálum sem liggja á víðavangi.
Hér er mikið og útbreitt vímuefnavandamál. Uppáhaldsefni sprautufíkla sem eru fjölmennir er nú rítalín – efni sem flæðir út um samfélagið vegna þess að því er ávísað af læknum vegna ofvirkni barna.
Það er mikið af ungu fólki sem er að sprauta sig með þessu – maður sem þekkir vandann sagði mér að það væru ekki bara Jói og Gugga.
Ísland er löngu búið að missa sakleysið varðandi glæpi – við stöndum öðrum þjóðum fyllilega á sporði í þessu efni.