Eftir efnahagshrunið 2008 er tvenns konar viðhorf mjög ríkjandi meðal almennings.
Annars vegar er það þjóðerniskennd – hún vex í svona upplausnarástandi. Því er erfitt að koma Íslendingum í Evrópusambandið og líka erfitt að koma Evrópubúum í skilning um gagnsemi þess að aðstoða Grikki og Portúgali.
Hins vegar er það andúð á elítum – meintum og raunverulegum. Út á þetta gerðu til dæmis Sannir Finnar í kosningum um daginn. Og þetta er áberandi í viðbrögðum við opnun tónlistarhússins Hörpu.