fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Eftir hverju eru þau að fiska?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. maí 2011 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er afar sérkennileg þingsályktunartillaga hjá Vigdísi, Gunnari Braga og Sigurði Inga.

Nú bý ég í miðbæ Reykjavíkur og var í frekar góðri aðstöðu til að fylgjast með því hvernig mótmæli þróuðust eftir hrunið í október 2008.

Þau fóru hægt af stað, en smátt og smátt fjölgaði í hópi mótmælenda. Aldrei varð maður var við að annað en að skipulagið væri frekar laust í reipunum. Og það var merkilegt að sjá hversu fjölbreyttur hópur kom niður í bæ að mótmæla.

Enda var ærin ástæða til. Það var bara heilt hagkerfi sem hrundi.

Ég veit ekki um neitt sem bendir til þessa að Vinstri grænir hafi stjórnað þessum aðgerðum – ekki fremur en hægt er að fullyrða, eins og sumir reyndu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað mótmælafundinum stóra á Austurvelli 4. október síðastliðinn.

Maður er ekki alveg viss um eftir hverju er verið að fiska með þessari tillögu – en Búsáhaldabyltingin svokölluð var að mestu leyti sjálfsprottin. Hún beindist eðlilega gegn ríkisstjórninni sem sat þá – má ekki líka segja að árangursríkasta aðgerðin þessa daga hafi verið þegar mótmælendur fjölmenntu og tóku yfir fund hjá Samfylkingunni í Þjóðleikhúskjallaranum. Það var í raun þá sem varð ljóst að ríkisstjórnin var fallin.

Þegar horft er um öxl, og miðað við stærð atburðanna, má eiginlega segja að það hafi verið með ólíkindum að hún lafði þó þetta lengi – í þrjá og hálfan mánuð eftir hrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa