Tveir menn voru einna fyrstir til að tjá sig um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Sigurjón Þórðarsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði.
Þeir voru báðir sáróánægðir – en þeir eru líka yst á skalanum hvor sínu megin. Má jafnvel segja að þeir séu fúndamentalistar hvor á sinn hátt.
Um það skal ekkert sagt hvort frumvarpið reynist vera leið til sátta – ein eitt vill gleymast í umræðunni og það eru bankarnir.
Bankarnir hafa veð í kvóta og skipum. Og þeir eru ekkert að fara að gefa hann eftir. Þannig nærtækast væri kannski að hringja næst í bankastjóra t.d. Landsbankans sem hefur mikið af útgerðarskuldum inni á sínu borði.