Það er eins og margoft hefur verið sagt á þessari síðu. Það eru engar horfur á að íslenska krónan styrkist næstu árin. Þvert á móti.
Menn færa þetta ekki oft beint í orð – en það er stefna Seðlabankans að halda gengi krónunnar niðri til að nægur afgangur verið af utanríkisviðskiptum til að dekka erlendar skuldir þjóðarinnar.
Í morgun flutti Þorbjörn Atli Sveinsson hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka erindi þar sem hann sagði að gjaldeyrisþörf íslenska hagkerfisins muni aukast verulega á næstu misserum. Endurgreiðslur af erlendum lánum séu þungar og endurfjármögnun ekki í sjónmáli.
Og því stefni í það að krónan veikist. Og gjaldeyrishöftin verða líka á sínum stað.