Allt í einu er komin ládeyða í pólítíkina.
Kannski er þreytu um að kenna?
Það er búið að undirrita kjarasamninga. Þrátt fyrir yfirlýsingar sem virkuðu kröftugar fór það allt mjög friðsamlega fram. Það var aldrei nein hætta á að kæmi til verkfalla.
Þjóðin gekk í gegnum ógurlegt tilfinningafár í kringum Icesaveatvkæðagreiðsluna í mars – það er eins og nú vilji allir fá frið. Virknin á blogginu er lítil – það er ekkert púður í stjórnmálaskrifum blaðanna.
Meira að segja Evrópuvakt þeirra Björns og Styrmis spáir því að stjórnin sigli lygnan sjó fram á haust.
Það er reyndar spurning með kvótamálin – menn eru orðnir langeygir eftir frumvarpi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Það átti víst að koma í febrúar. Ef það lítur dagsins ljós verða náttúrlega einhver læti, en manni finnst eins og menn séu ekki tilbúnir að fara í mikil átök núna.
Það kippa sér ekki margir upp við það þótt Ögmundur reyni að búa til læti kringum ESB-samningana. Líklega var honum farið að leiðast að vera ekki í sviðsljósinu. Nema hann hafi verið að marka sér vígstöðu innan flokks síns.