Það er komið fram að upp úr hafi soðið í hinni virðulegu Þingvallanefnd vegna þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki samþykkja að Andri Snær Magnason rithöfundur tæki sæti í dómnefnd um framtíðarskipulag þjóðgarðsins.
Báru þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir því við að Andri Snær væri of umdeildur.
En varla skyldi það vera vegna þess að árið 2007 fékk Andri Snær svokölluð frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðismanna?