fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Japanski vinur minn

Egill Helgason
Laugardaginn 7. maí 2011 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég náði að kaupa miða á opnunartónleika Hörpunnar. Ætlaði ekki að missa af þessum atburði. Við fórum fjölskyldan, líka móðir mín sem hefur sótt sinfóníutónleika í marga áratugi. Þegar kom að opnunarkvöldinu höfðum við einn aukamiða. Ég bauð japönskum vini mínum á tónleikana. Hann heitir Hirohito og gegnir ritstjórnarstöðu á einu stærsta dagblaði heims, Asahi Shimbun í Tókýó. Við Hirohito kynntumst í París fyrir aldarfjórðungi og urðum góðir vinir, áttum ýmis sameiginleg áhugamál. Hirohito er menntaður í frönskum bókmenntum og heimspeki, hann er áhugamaður um klassíska tónlist – spilar á selló í sinfóníuhljómsveit áhugamanna.  Hann segir í gríni að þetta sé fekar vond hljómsveit, en verkefnin eru samt metnaðarfull – síðasta verkið sem hljómsveitin lék var önnur sinfónía Brahms.

Við vorum í skóla saman í París, þar var líka annar Japani, Mitsuhiro að nafni. Hjá þeim fékk ég fyrst að smakka sushi. Þeir voru merkilega ólíkir menn. Hirohito er fíngerður, hámenntaður og spurull, Mitsuhiro sem er frá Hokkaido nyrst í Japan var meira eins og samúræi – hann var dulur og þegar hann var búinn að drekka svolítið viskí gerðist hann frekar herskár. Hann var þjóðernissinni, en Hirohito er einlægur alþjóðasinni.

Það er merkilegt að upplifa áhuga japanskra fjölmiðla á Íslandi. Ég hef mörgum sinnum talað við blaðamenn frá Asahii Shimbun síðan í efnahagshruninu. Að auki hef ég einum fjórum sinnum verið í viðtölum við japanskar sjónvarpsstöðvar. Sjálfur hefur Hirohito komið tvisvar, en hann hefur verið stöðvarstjóri Asahi Shimbun í París og síðar London. Nú er hann fluttur aftur til Tókýó og ritstýrir skoðanasíðum blaðsins. Blaðið er gefið út í ellefu milljón eintökum á dag! Í þetta sinn kom hann hingað til að skrifa grein um lýðræðisþróunina í landinu, tók meðal annars viðtal við Jón Gnarr.

En aftur að tónlistarhúsinu. Ég var búinn að segja Hirohito að þetta væri stór atburður og að Sinfóníuhljómsveitin okkar væri mjög góð. Ég held hann hafi ekki lagt mikinn trúnað á það. Hann hefur alið aldur sinn í milljónaborgum og það er satt að segja ekki líklegt að sérlega góðar sinfóníuhljómsveitir sé að finna á fámennum útkjálka eins og Íslandi.

Ég náði ekki að tala við hann fyrr en daginn eftir tónleikana. Hann var undrandi. Lofaði hljómsveitina í hástert – sagði að hún hefði verið furðulega góð. Hann spurði hvort þetta væru kannski aðallega erlendir hjóðfæraleikarar, en nei, ég sagði honum að þeir væru flestir íslenskir.

Í gær, áður en hann fór af landi brott, borðuðum við saman. Hann sagði að það væri merkilegt að menningarlífið væri svo sterkt hjá svona fámennri þjóð. Þannig hafði hann upplifað Ísland í þessari stuttu heimsókn. Og það er ágætt fyrir okkur sem búum hérna að hafa það hugfast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“