fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Obama í nýjum og söluvænlegri umbúðum

Egill Helgason
Laugardaginn 7. maí 2011 01:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Obama var upphaflega kynntur sem maður vonar – maður nýrra tíma í Bandaríkjunum og heiminum öllum. Og þannig náði hann kjöri sem forseti. Mikið af ungu fólki vann fyrir hann og greiddi honum atkvæði.

Eða þannig var honum pakkað inn.

En líklega var ekki mikið í pakkanum – því nú blasir við okkur allt annar Obama.

Þetta er forsetinn sem gerist nú mjög vígreifur, horfir á erkióvin Bandaríkjanna drepinn í beinni útsendingu, fer út á meðal hermanna og talar um eina „stórkostlegu hernaðaraðgerð í sögu þjóðarinnar“. Hann kjamsar á retóríkinni úr hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum.

Ég kunni betur við fyrri útgáfuna af Obama, en líklega var hún bara gervi. Eins og stendur virðist Bandaríkjamönnum hins vegar líka betur við nýju útgáfuna – hún talar til hermennskuandans og þjóðernishyggjunnar.

Einhverjir kjósendur Obamas telja sig ábyggilega svikna, en miðað við dvergmenninn sem virðast ætla að bjóða sig fram gegn honum ætti hann að vera næsta öruggur með endurkjör. Nýju umbúðirnar um hann virðast vera nokkuð söluvænlegar.

477_6668_web_8column

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“