fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Gleðistund í Hörpu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. maí 2011 23:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil gleðistund í tónleikahúsinu Hörpu í kvöld.

Stóra málið var auðvitað hvernig hljómburðurinn væri í húsinu – fljótt mátti heyra að hann er afbragðsgóður.

Maður heyrði ekki bara tónlistina heldur var eins og hún umfaðmaði mann. Maður fylgdist í raun með hverju prófinu á hljómburði á fætur öðru, píanókonsert Griegs sem leikinn var á glænýjan Steinway flygil – það var makalaust hvað hver nóta heyrðist vel. Og svo níundu sinfóníu Beethovens með sínum volduga kafla fyrir kór og einsöngvara – á vondu máli má segja að það hafi verið algjört blast.

Stjörnur kvöldsins voru Víkingur Heiðar Ólafsson sem lék af einstökum glæsibrag á píanóið, Ashkenazy stjórnandi sem þarna var að uppskera fyrir langt starf í þágu tónlistar á Íslandi og Sinfóníuhljómsveitin sem er að flytja inn í þetta mikla hús eftir langa vist í ómögulegum húsakynnum.

Og svo auðvitað húsið. Salurinn er miklu stærri en maður hafði gert sér grein fyrir, með mörgum svölum, rauður að lit, það er ótrúlega hátt til lofts. Umhverfi hússins er náttúrlega ekki endanlega klárað, en það er merkilegt að sjá glervirkið utan á húsinu eins og það lítur út að innanverðu. Anddyrið er býsna skemmtilegt og húsið virkar spennandi þegar er komið mannlíf inn í það.

Um þetta verður rætt fram og aftur, en kvöldið í kvöld lofaði sannarlega góðu fyrir Hörpuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“