fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi á morgun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. maí 2011 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verður haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðslan sem nær til alls Bretlands. Hinn fyrri var haldin 1975 þegar kosið var um aðild að Evrópusambandinu. Í þetta sinn verður kosið um breytingar á kosningakerfinu. Það er að kröfu Frjálslyndra demókrata, minni flokksins í samsteypustjórninni með Íhaldsflokknum , að atkvæðagreiðslan er haldin.

Nú er kosningakerfið þannig að landinu er skipt upp í fjölmörg einmenningskjördæmi. Sá flokkur sem fær flest atkvæði í hverju kjördæmi fær sinn mann kjörinn á þing. Þetta þýðir að flokkar geta náð hreinum meirihluta á þingi með fylgi sem er kannski ekki meira en 35 prósent yfir allt landið.

Frjálslyndir demókratar hafa lengi barist gegn þessu og viljað fá kerfi þar sem atkvæðin nýtast betur. Á morgun verður kosið milli núverandi kerfis og þess sem er kallað alternative vote. Það felur í sér að frambjóðendum er raðað upp í röð. Samkvæmt því ná þeir sem fá meira en 50 prósent atkvæða kjöri, en fari svo að enginn nái því hlutfalli falla niður atkvæði þeirra sem fá þau fæst og færast á aðra frambjóðendur.

Íhaldsflokkurinn hefur viljað halda í óbreytt kerfi en Verkamannaflokkurinn hefur verið óræðari í afstöðu sinni. Nú ber svo við að gamla kerfið ætlar örugglega að halda velli. Stuðningur við kosningabreytinguna hefur farið hraðminnkandi. Það er talið mikið áfall fyrir Nick Clegg varaforsætisráðherra og Frjálslynda demókrata. Síðasta skoðanakönnunin segir að munurinn verði 62 prósent gegn 32 prósentum. Í skoðanakönnun í febrúar var munurinn aðeins 2 prósentustig.

Breskir kjósendur virðast því ætla að reynast mjög íhaldssamir. Síðasta von þeirra sem vilja nýtt kerfi er sú að kjörsókn verði léleg og að verði fyrst og fremst þeir sem vilja breytingar sem mæti á kjörstað, en það er heldur langsótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?