Það er eitt mál sem maður getur verið nokkurn veginn öruggur um að Össur Skarphéðinsson tali ekki um.
Það er reyndar langstærsta málið sem ráðuneyti hans fer með – aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það er hægt að fá hann til að tala um Kína og Indland og Norðurheimskautið – jafnvel Osama bin Laden.
En ekki Evrópusambandið. Það er eiginlega sama hvað fjölmiðlar reyna.
Líklega er þetta einhver taktík sem hefur verið lögð upp á skrifstofu ráðherrans – þar er líklega álitið að það sé betra að veðja á þögnina í þessu stóra máli en að hann geri allt vitlaust með einhverjum yfirlýsingum.
En í raun sýnir þetta á hvílíkum bláþræði málið hangir.