fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Gegn kvíða og kvillum

Egill Helgason
Föstudaginn 29. apríl 2011 05:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög einkennileg hugmyndafræði sem Lýður læknir lýsir í þessum pistli sínum. Læknavaktin er lögð niður en í staðinn skal fólk reyna að dröslast veikt að næturþeli á sjúkrahús.

En eins og Lýður bendir á getur lítil næturheimsókn læknis leyst ýmis vandamál, slegið á kvilla og kvíða.

Miðstýringaráráttan í kerfinu hjá okkur Íslendingum er skelfileg. Það á við um heilbrigðiskerfið og það á líka við um skólakerfið. Þar erum við föst í fyrirkomulagi hinna blönduðu bekkja sem  ég vík ábyggilega seinna að.

En hvað varðar læknisþjónustuna þá rifjast upp fyrir mér að við í fjölskyldunni höfum tvívegis þurft á lækni að halda að næturlagi á ferðalögum í Frakklandi. Við höfum hringt í tilskilið númer og fengið lækni til okkar fljótt og örugglega, í bæði skiptin á hótelherbergi. Þjónustan var ekki dýr og í bæði skiptin var vandinn leystur – í annað skiptið reyndist lungnabólga ekki vera lungnabólga heldur öndunarfærasýking sem var ekki erfitt að lækna.

Mér var sagt að í Frakklandi giltu strangar reglur um svona sjúkravitjanir, þær þykja nauðsynlegur þáttur í heilbrigðisþjónustunni og í gildi eru ákvæði sem segja að læknir verði að vera kominn á staðinn innan ákveðins tíma eftir að hringt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?