fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Að róa á galeiðu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. apríl 2011 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég fór fyrst að sækja fundi í Blaðamannafélaginu skiptist félagið í tvo hópa. Þá sem unnu á stórveldinu Mogganum og hina.

Það var sagt að Moggamenn hefðu betri laun en aðrir og atvinnuöryggi þeirra var meira sem og vissan um eftirlaun.

Hinir blaðamennirnir bjuggu flestir við léleg laun og óvisst starfsöryggi og framtíð.

Einu sinni man ég að voru greidd atkvæði um verkfall í Blaðamannafélaginu. Flestir sem unnu á hinum blöðunum vildu fara í verkfall, en starfsmenn Moggans fjölmenntu á fundinn með Matthías og Styrmi í fararbroddi og felldu verkfallsboðunina.

En svo fóru vindarnir að blása úr annarri átt. Þeir sem höfðu verið lengi á Mogganum og áttu að búa við öryggi og eftirlaun fóru líka að missa vinnuna. Nú eru flestir af þessum blaðamönnum horfnir af blaðinu og jafnvel úr stéttinni.

Sem þýðir að næstum allir fjölmiðlarnir eru jafn aumir.

Blaðamennska á Íslandi er fjarskalega illa borgað starf, það eru miklar kröfur um að fylla dálka eða fréttatíma og lítill tími aflögu til að vera skapandi.

Ég hef stundum líkt blaðamennskunni hérna við að moka skurð eða róa á galeiðu – og það hefur ekki skánað eftir tilkomu fríblaðsins sem nefnist Fréttablaðið. Blaðamenn sitja við símann eða tölvupóstinn og keppast við að fylla plássið.

Ingimar Karl Helgason sem sækist eftir formennsku í Blaðamannafélaginu gerir þessu ágæt skil í grein sem hann skrifaði á vef félagsins. Hann segir meðal annars:

„Hvers vegna erum við að þessu? Finnst okkur flott að sjást í sjónvarpi, heyrast í útvarpi, eða sjá nafnið okkar, eða eftir atvikum tölvupóstfang, í prentuðu blaði eða tölvuskjá? Finnst okkur vinnutíminn svona frábær, vinnuaðstaðan, tækjabúnaðurinn, launin og hlunnindin? Þessum spurningum svörum við sennilega neitandi. Vinnutíminn er langur og sveiflukenndur, þrengsli eru yfirleitt mikil í vinnuumhverfinu og lítið ef nokkurt næði, tækjabúnaðurinn oftar en ekki gamall, hæggengur og úreltur, launin eru lág og hlunnindin lítil ef nokkur. Kannast kannski einhver við að borga með sér í blaða- eða fréttamannsstarfi, til að mynda í gegnum farsímareikninginn? Eða hlaupa í vinnuna utan vaktar þegar eitthvað er um að vera, án þess að fá það bætt í launum, en kannski í fríi, einhvern tímann seinna? Eða að taka á sig launalækkun og/eða lægra starfshlutfall, því fyrirtækjunum sem við vinnum hjá gengur ekki nógu vel? Munum við eftir bónusunum í góðærinu? Nei. Það voru engir bónusar.

Af hverju erum við þá að þessu? Erum við þá að vinna í þágu almennings, reyna, dag eftir dag, að afla upplýsinga og miðla því sem skiptir fólk máli? Þeirri spurningu viljum líklega heldur svara játandi.

En er okkur gert kleift að gera þetta almennilega? Varla. Við, blaða- og fréttamenn ásamt öllu okkar samstarfsfólki á fjölmiðlunum, stöndum okkur yfirleitt vel í hinum daglega mokstri, þrátt fyrir mikla gagnrýni utan frá. Það skal enginn halda öðru fram og heldur ekki því að þetta daglega hark skipti ekki máli. Því það gerir það. Meira að segja löggutékkið – sem margir telja bara leiðinlega skyldu – er mikilvægt. Allt sem við gerum varðar okkur sjálf og samfélagið allt. En við viljum geta gert meira. Við viljum dýpka og breikka það sem við gerum nú þegar ágætlega við slæm skilyrði. Ég er ekkert endilega að tala um að við eigum nú öll að gerast „rannsóknarblaðamenn“. Það yrði hins vegar veruleg bót í máli ef fyrirtækin sem við vinnum hjá gera okkur kleift að sinna færri hlutum í einu og gera þá betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?