fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Lítill áhugi á konunglegu brúðkaupi

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. apríl 2011 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur komið á daginn sumum að óvörum að áhugi á konunglegu brúðkaupi þeirra Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton er frekar lítil.

Eitt af því sem hafði verið rætt var að setja upp sjónvarpsskerma og dansleiki í bæjum og borgum víða um Bretland, en það virðist ekki vera nein spenna fyrir því.

Svonalagaði er líka gert fyrir Ameríkumarkað – skoðanakannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluta Bandaríkjamanna stendur alveg á sama.

Þetta er nokkuð ólíkt því sem var þegar Karl prins gekk að eiga Díönu á sínum tíma – og í útför Díönu.

Það hefur verið reynt að finna skýringar á þessu, meðal annars er talað um öll hneykslis- og leiðindamálin sem hafa verið í kringum þetta kóngafólk. Aðrir tala um að Vilhjálmur og Kata séu ekki sérlega spennandi einstaklingar.

Svo gæti vel verið að fólki upp til hópa þyki þetta konunglega tilstand bara hallærislegt. Sem er þroskamerki.

En það breytir því ekki að þessu verður dælt yfir okkur úr sjónvarpi og fjölmiðlum síðar í mánuðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí