Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er David Howden. Hann er ásamt Philipp Bagus höfundur bókarinnar Deep Freeze sem fjallar um hrun íslenska efnahagskerfisins. Ein helsta niðurstaða bókarinnar er að rangri stefnu Seðlabankans sé mikið um að kenna.
Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor í lögum, ræðir um hreyfingar í Evrópu, meðal annars í ættlandi hennar Spáni, sem vilja sporna við ofurvaldi fjármálaaflanna.
Gunnar Hersveinn heimspekingur rýnir í íslenska umræðuhefð í ljósi þess hvernig tókst til með atkvæðagreiðsluna um Icesave.
Af öðrum gestum í þættinum má nefna Þorfinn Ómarsson, Björgu Evu Erlendsdóttur, Óla Björn Kárason og Hall Magnússon.