fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Á bókasafni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. apríl 2011 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag halda bókasöfnin í landinu hátíð. Það er skemmtilegt. Bókasöfn eru merk fyrirbæri. Í aldanna rás hafa þau verið einn helsti þekkingarbrunnur mannkynsins. Um bókasafnið mikla í Alexandríu eru fagrar og miklar goðsagnir, en því miður brann það. Á miðöldum voru bókasöfn helst í klaustrum – þar voru bækur skrifaðar upp – klaustrin sem áttu flestar bækur þóttu merkilegust. Borges var heillaður af bókasöfnum eins og saga hans Babelsbókasafnið ber vott um og í kvæði ímyndar hann sér að paradís sé einhvers konar bókasafn. Umberto Eco er sagður eiga 30 þúsund bindi, í Nafni rósarinnar fjallar hann um vitneskjuna sem býr í bókasöfnum. Sorglegasti kaflinn í Íslandsklukkunni er þegar bókasafn Arnasar brennur í eldsvoðanum mikla í Kaupmannahöfn.

Um daginn las ég um háskóla í Bandaríkjunum sem losaði sig við allan bókakost sinn og setti upp tölvur í staðinn. Og rétt er það. Nú er hægt að koma öllum upplýsingum heimsins í tölvur, bókunum líka. En eins og tölvurnar eru gagnlegar eru þær líka andstæða við bókina og einbeitinguna og dýptina sem felst í bóklestri. Tölvurnar eru á sífelldu flökti, þeir sem fara um internetið eru rápandi – þeir fara úr einu í annað, athyglistíminn (eða hvernig þýðir maður attention span?) er mjög stuttur.

Sjálfur las ég upp næstum heilt bókasafn þegar ég var drengur. Það var útibú Borgarbókasafnsins sem var staðsett í Verkamannabústöðunum, á horni Ásvallagötu og Hofsvallagötu. Ég byrjaði á barnabókunum, Enid Blyton, Fimmbókunum og Ævintýrabókunum, færði mig yfir í Bob Moran og Gula skuggann, og var loks kominn yfir í fullorðinsbækurnar. Ég man að það var stórt skref þegar ég fór úr barnabókunum. Þá fékk ég lánaðan Skugga-Svein og ævisögu Kennedys. Aðrar sérstakar uppáhaldsbækur mínar á þessum árum voru saga Reynistaðabræðra og bók sem nefndist Pólitísk morð og tilræði.

Seinna sat ég oft á lessal gamla Landsbókasafnsins og naut andrúmslofts vísdóms og fræða sem þar ríkti. Í minningunni eru það gullnar stundir, meðan vetrarmyrkrið færðist yfir utan við stóru gluggana á Safnahúsinu. Agnar Þórðarson hallar löngum líkamanum aftur í stól bókavarðarins sem var á nokkurs konar háborði, hann les í blaði. Einar Kárason og Einar Már eru að lesa á öðrum borðum. Þarna er líka stelpa sem ég er kominn í augnsamband við – það var líka partur af lífinu í lessalnum. Já, þetta voru góðar stundir.

cleopatrav3Einn sorglegasti atburður fornaldar: Bókasafnið í Alexandríu brennur. Þetta er atriði úr stórmyndinni Kleópötru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB