Ég keyri Kára í skólann klukkan hálf níu á hverjum morgni.
Í morgun lögðum við á stað eins og venjulega. Ég var kominn út að Tjarnarbrú og spjallaði við drenginn sem var í aftursætinu.
Eða það hélt ég.
Síminn hringdi, það var móðir Kára.
Hún sagði að barnið væri ennþá heima, nokkuð undrandi.
Ég hafði lagt af stað án hans, var kominn hálfa leið í skólann og fattaði ekki neitt.