fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Vantraustið tekið fyrir strax í dag

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. apríl 2011 07:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarliðið brást hratt við og hefur sett vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins á dagskrá strax í dag klukkan fjögur. Málið verður semsagt útkljáð í kvöld.

Staðan er þessi:

Sjálfstæðismenn greiða allir atkvæði með tillögunni. En það er auðvitað dálítið kynlegt að þeir skuli leggja fram vantraust í framhaldi af máli sem ríkisstjórnin tapaði vissulega – en þeir studdu líka.

Framsóknarmenn greiða líka atkvæði með tillögunni segir Sigmundur Davíð, en það er spurning með Guðmund Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttur. Siv hefur lýst vilja til þess að starfa með ríkisstjórninni. Í Mogganum í dag er talað um að þau séu á jafnvel.

Hreyfingin er ekki búin að ákveða sig. Hún er í grimmri stjórnarandstöðu, en það er spurning hvort hún vilji vera með í leiðangri Sjálfstæðisflokksins. Henni var ekki boðið að vera með í að leggja fram vantrauststillöguna.

Atli Gíslason segir að ekki sé sjálfgefið að hann styðji tillöguna, ekki er vitað um Lilju Mósesdóttur.

Stjórnarliðið greiðir atkvæði gegn tillögunni, eða það verður að ætla. Líka Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Gísladóttir. Ef ekki, þá gæti stjórnin staðið af sér vantraustið, en þá væru þau tvö í raun endanlega horfin úr stjórnarliðinu – allt annað en nei frá þeim myndi jafngilda úrsögn.

Þannig að vantraustið verður fellt. Umræðurnar í þinginu gætu orðið harðar, þó ekki sé víst að öllum muni þykja þær skemmtilegar í því ástandi pólitískrar þreytu sem nú ríkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí