fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Vantraust og innanhússmál í Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. apríl 2011 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantrausttillaga þarf ekki að vera svo slæmt mál fyrir ríkisstjórnina. Það er eiginlega öruggt að hún standi hana af sér. Stjórnin hefur þriggja sæta meirihluta á þingi.

Það er harla ólíklegt að órólegu þingmennirnir í VG greiði atkvæði með vantrausti. Það er ekki einu sinni víst að Atli Gíslason og Lilja geri það heldur – Atli hefur að minnsta kosti sagt að það sé ekki sjálfgefið. Lilja Mósesdóttir er í útlöndum.

Framsóknarflokkurinn er ekki með í vantrausttillögunni – hana undirrita einungis þingmenn Sjálfstæðisflokksins – og Höskuldur Þórhallsson þingmaður segir að það sé ekki víst að Framsóknarmenn styðji hana.

Það verða sjálfsagt heitar umræður um vantraustið. Sjálfstæðisflokknum gefst tækifæri til að stilla sér upp gegn ríkisstjórninni. En fyrir utanaðkomandi virkar þetta svolítið eins og Bjarni Benediktsson sé að reyna að sýnast harður.

Hann hefur jú fengið þá afarkosti frá ritstjóra Morgunblaðsins ásamt mestöllum þingflokki Sjálfstæðisflokksins að annað hvort játi þau á sig mistök og skipti um stefnu eða fari frá ella.

Þannig er vantraustið svolítið eins og til innanhússbrúks í Sjálfstæðisflokknum en allsendis óvíst að það muni skaða ríkisstjórnina. Gæti jafnvel þétt raðir hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí