Aditya Chakrabortty skrifar áhugaverða grein í Guardian og lýsir Íslandi sem landi sem hafi brotið reglur fjármálakerfisins alþjóðlega og ætli að komast upp með það. Lokaorð greinarinnar eru svohljóðandi:
„Iceland was a country wrecked by implementing free-market dogma crudely and quickly; it may yet became another such lesson of how an economy can ignore free-market dogma – and come out far better than its critics predicted.“
Það er líka athyglisvert að lesa ummælin eftir greinina – það er langt í frá að allir séu sammála höfundinum.