fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Davíð sker upp herör

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. apríl 2011 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ætlar aldeilis ekki að grafa stríðsöxina þótt Icesave hafi verið fellt. Eins og hér hefur verið nefnt er Icesave á þeim bæ fremur svipa til að berja með, vopn í pólitískum vígaferlum, en eiginlegt hugsjóna- eða sannfæringarmál. Hvernig mætti það líka vera, þegar Icesavereikningarnir blómstruðu í skjóli seðlabankastjórans fyrrverandi?

Í leiðara Morgunblaðsins stígur hann beint inn í átök dagsins í Sjálfstæðisflokknum. Hótar beinlínis núverandi flokksforystu:

Hún skuli fara frá á landsfundi sem eigi að halda á þessu ári (það er þá gleymt að Davíð frestaði sjálfur landsfundum þegar honum hentaði) eða ganga svipugöngin og endurvinna sér traust flokksmanna.

Átök í Sjálfstæðisflokknum eru langt í frá afstaðin þótt Bjarni Benediktsson reyndi að bera sig vel á sunnudaginn eftir Icesave kosninguna. Stóra spurningin hlýtur að vera hversu lengi flokkur hangir saman sem hefur í sínum röðum annars vegar Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Styrmi Gunnarsson og hins vegar Þorstein Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólaf Stephensen og Vilhjálm Egilsson?

Og flokksforystu sem sveiflast milli þessara fylkinga?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí