Ég gef mér að nei-ið verði ofan á í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag – eins og ég hef margoft sagt.
Spurning hvort útkoman verður 53-47, 55-45, 57-43 eða jafnvel 60-40?
Það verða ýmsar pólitískar spurningar sem kalla á svör eftir þetta:
Ætlar ríkisstjórnin að sitja áfram?
Ætlar Steingrímur J. að sitja áfram? Eða Jóhanna?
Hver er staða Bjarna Ben sem tekur stærstu pólitísku ákvörðun á ferli sínum og tapar fyrir fyrrverandi formanni flokksins?
Fokkar þetta upp aðildarumsókninni að ESB?
Hvað með Icesavemálið sjálft – sem hefur nú eitrað þjóðlífið í hátt í þrjú ár – og alla neikvæðu orkuna sem það hefur leyst úr læðingi? Hvað getum við lært af þessu?
Og forseti Íslands – er hann með pálmann í hendinni eftir þetta eða er þetta eins og lýst er í skopmynd eftir Gunnar Karlsson sem birtist í Fréttablaðinu í dag?