fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Seðlabankinn á afmæli

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. apríl 2011 23:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur aldrei verið sparað neitt í Seðlabankanum, hann er í stórbyggingu á besta stað í Reykjavík, hún er eins og vígi – höfuðvígi – þar situr mikill fjöldi starfsmanna og nagar blýanta, eins og eitt sinn var sagt.

Seðlabankinn á safn bóka, listaverka og þar eru borguð há laun. Mér er minnisstætt þegar ég var eitt sinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þangað kom akandi lest Range Rover-bifreiða. Út úr bílunum stigu seðlabankamenn ásamt mönnum úr forystu Eimskipafélagsins. Þar lágu þræðirnir í samfélaginu saman.

Og það hefur alltaf verið pláss í Seðlabankanum fyrir afdankaða pólitíkusa sem þurfti að koma fyrir á ofurlaunum og í þægindum sem þóttu passa.

Sú skoðun er mjög útbreidd að það hafi verið vitlaus stefna Seðlabankans sem fyrst og fremst setti hagkerfið hérna í þrot. Þessu er til dæmis haldið fram af erlendum fræðimönnum sem hafa skrifað bók sem nefnist Deep Freeze.

Altént er ljóst að Seðlabankinn fór í þrot í hruninu fyrir tveimur og hálfu ári – ríkið þurfti að hlaupa undir bakka og bjarga bankanum.

Það er spurning hvort eitthvað verður fjallað um þetta á morgun þegar Seðlabankinn heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt með hátíðarsamkomu í Gamla bíói.

Þar verður náttúrlega margt til skemmtunar, tónlistaratriði og fleira, bein útsending á netinu – og ef maður þekkir Seðlabankann rétt verður ekkert til sparað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB