Einhvers staðar las ég að óhófið í kringum fermingar hefði minnkað eftir hrun.
Er það alveg víst?
Það dynja á manni auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að gefa utanlandsferðir og flottar tölvur í fermingargjöf.
Hvað varð um svefnpokann, áttavitann og Passíusálmana?
Sá sem toppar allt er þó fjármálamaðurinn sem DV segir að láti Ara Eldjárn skemmta í fermingarveislunni hjá sér og Loga Bergmann sjá um veislustjórn.
Ég hef lengi haft þá kenningu að börn eigi ekki að fá neitt nema sálmabækur og trúarleg rit í fermingargjöf. Í mesta lagi góða klassíska bók. Þetta snýst jú allt um sáluhjálp og eflingu andans.