Jón Steinsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar á vef Pressunnar um sáttaboð Samtaka atvinnulífsins í sjávarútvegsmálum. Greinin hefst með svofelldum orðum:
„Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram „sáttatillögu“ í sjávarútvegi. Eins og allt annað sem kemur frá SA/LÍÚ er um Trójuhest að ræða. Þessi svokallaða „sáttatillaga“ þeirra gengur í rauninni út á það að breyta kerfinu þannig að auðveldara verði fyrir útgerðarmenn að hrifsa til sín enn stærri hluta af auðlindaarðinum. Það er með ólíkindum hvað SA/LÍÚ eru óforskammaðir að setja fram svona tillögu og kalla hana „sáttatillögu“.
Lykilatriðið í tillögu SA/LÍÚ er að veiðigjald miðist í framtíðinni við hagnað útgerðarinnar í stað þess að miðast við reiknaða framleigð hennar. Hugsunin á bak við þetta hjá SA/LÍÚ er að þá geta útgerðarmenn komist hjá því að greiða veiðigjaldið með því að skuldsetja fyrirtæki sín upp í topp.“